Giotto verkin

Freska Giottos di Bondone, Endurfundir við Gullna hliðið, í Arena kapellunni í Padúu á Ítalíu er kveikjan að þessum fjórum verkum Stefáns Jónssonar. Þetta málverk “föður ítölsku endurreisnarinnar” sýnir endurfundi Jóakims og Önnu, föður og móður Maríu meyjar, eftir útlegð Jóakims í eyðimörkinni og flekklausan getnað guðsmóðurinnar. Stefán túlkar bæði formræna þætti þess, þ.e.a.s. arkítektúrinn, og hugmyndafræðilega þar sem hann vinnur útfrá hugmyndinni um hinn flekklausa getnað og færir hana í nútamabúning sem ekki er eins saklaus.

Sjálfsmynd 1 og 2
Við gullna hliðiðDóna Giotto 1 og 2Akureyri í myndlist V (Giotto)Án titils (eftir málverki Giottos d.b)